Eru bara 3 lið á Englandi?

Mbl.is segir skilmerkilega frá helstu úrslitum í enska Carling bikarnum í gær. Þar áttust við Arsenal/Liverpool, Chelsea/Bolton og Man City/Scunthorpe svo eitthvað sé nefnt.

Í tíu fréttum á RÚV í gær voru sýnd mörkin úr leik Arsenal/Liverpool en EKKERT sagt frá hinum leikjunum, ekki einu sinni hvernig þeir enduðu!!!

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld 29.10. var aftur sagt frá leik Arseanl/Liverpool í máli og myndum en EKKI MINNST EINU ORÐI Á HINA LEIKINA - þrátt fyrir að amk í öðrum þeirra voru 2 úrvalsdeildarlið á ferð og annað í toppsæti deildarinnar !!!

Nei það er alveg deginum ljósara að hjá öllum fréttamönnum eru aðeins 3 lið sem skipta máli, Liverpool, Arsenal og Man Utd og þegar Eiður fór frá Chelsea þá misstu þeir endanlega áhuga líka á því liði - liði sem er samt sem áður betra en öll hin 3.

Mikið hrikalega var ég skúffaður þegar ég varð vitni að þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Og svaraðu nú:

Styður þú Jón Gnarr sem borgastjóra?
Er Guð til?
Hefur þú haldið framhjá?

224 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband