Fyrirspurn til Sjálfstæðisflokks og Sjálfstæðisflokksmanna ... Ítrekun.

Það var mikið talað um það snemma árs 2009 að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegið veglega "styrki" frá einhverjum útrásarfyrirtækjum, t.d. himinháan "styrk" frá FL-Group að því er mig minnir (nenni ekki að fletta þessu upp).

Útkoman var sú að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að endurgreiða "styrkina" (alla vega FL-Group "styrkinn").

Fyrirspurnin: Er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að endurgreiða styrkinn til FL-Group sem mér skilst að hafi verið um 55 milljónir króna?

Hvenær gerðist það?

Ef það hefur ekki gerst enn, hvenær gerist það?

Ástæða þessarar fyrirspurnar er kostulegt "viðtal" Ásþórs Magnússonar við Bjarna Benediktsson sem sjá má hér að neðan, en þar fékkst ekkert svar við þessari sömu fyrirspurn í apríl 2009.

Er svarið vitað í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þessi maður sem heitir Bjarni Benidiktsson má aldrei komast til valda þvílíkur hrokagikkur!

Sigurður Haraldsson, 6.11.2010 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Og svaraðu nú:

Styður þú Jón Gnarr sem borgastjóra?
Er Guð til?
Hefur þú haldið framhjá?

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband