Hafa menn eitthvað rannsakað marhnútastofninn?

Já ég veit að hann flokkast svo sem ekki sem neinn sérstakur nytjafiskur en ég vil benda öllum á að hann hefur samt sem áður nákvæmlega JAFN mikin rétt á að lifa í sjónum og allir aðrir fiskar. Hvaða rétt höfum við mennirnir að flokka suma fiska mikilvægari en aðra? Bara af því að okkur finnst gott að borða þá? Byggist almennt gildismat lífsins á því hvað MÖNNUM kemur best? Það finnst marhnútinum sko alls ekki.

Hvað myndi t.d. manni finnast um  það að vera húkkaður á öngul, lyft upp í snarhasti helsærður, kjafturinn opnaður með valdi og síðan skyrpt uppí mann ógeðslegri slummu af munnvatni - allt uppá von um góða veiði !!! Þetta þarf hann að upplifa og það vorkennir honum ekki nokkur maður.

Nei, mér finnst marhnúturinn alls ekki nógu hátt skrifaður almennt.

 


mbl.is Staða ýsustofnsins slök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Og svaraðu nú:

Styður þú Jón Gnarr sem borgastjóra?
Er Guð til?
Hefur þú haldið framhjá?

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband