Breyttar fyrirsagnir

Já nú er ljótasti hundur í heimi allur. Hvernig væri nú að færa þetta uppá mannfólkið? Við höfum hingað til heyrt "þyngsti maður í heimi látinn" eða "hæsti maður heims látinn" og nú vil ég sjá hér eftir: "ófríðasti maður í heimi látinn eftir stutta sjúkdómslegu......"

Eða: "karlmaður á fimmtugsaldri var tekinn ölvaður undir stýri og tekið var eftir hversu verulega ófríður hann var..."

Hvenær skyldi ljótasta rotta í heimi deyja? Sumum finnst þær allar forljótar hvort eð er.


mbl.is Ljótasti hundur heims dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er keppt í bókstaflega öllu sem fólki getur dottið í hug. Og þá verður fólk, hundar og kettir frægir. "Ríkasti köttur í heimi" kaupir bíl og fær bílstjóra...hvernig ætli jaraðarförin verði ef það kemur í fréttum að hann kaupi bíl...talsmenn allra dýravinafélaga hvaðanafvæna úr heiminum mæta...voðalegsa er veröldin að verða undarleg og það fjölgar fólki sem tekur þátt í þessu. Annars er þetta áhugamál saklaust örugglega. Ég er á móti þessari þróun í gæludýra kúlturnum þó að það sé mjög mikilvægt fyrir marga að hafa t.d. hund eða kött nálægt sér. Ég persónulega myndi velja kött, samt á ég 4 hunda og engan kött, og ég bara aldrei hugsað út í það hvort hundarnir væru fallegir eða ekki...þeir fá aldrei að koma inn í húsið svo ég umgengst þá ekkert mikið...

Óskar Arnórsson, 5.6.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Og svaraðu nú:

Styður þú Jón Gnarr sem borgastjóra?
Er Guð til?
Hefur þú haldið framhjá?

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband