Færsluflokkur: Bloggar
24.10.2009 | 16:18
Amerískt þjóðfélag í hnotskurn
Ef ég hefði verið í sporum þessa manns þá hefði ég strax öskrað á þessa konu, bölv.... gluggagægirinn þinn, snáfaðu í burtu og hringt samstundist á lögregluna.
Nei, þetta er akkúrat öfugt !!##?? Gluggagægirinn hringir á lögregluna !!!
Segjum ef sá sem var inní húsinu hefði verið kona og sá var úti að ganga karlmaður. Hann hefði hringt samstundist á lögregluna því honum hefði verið misboðið að sjá nakta konu inni hjá sér. Lögreglan hefði mætt á staðinn og það er mjög líklegt að HANN hefði verið handtekinn en ekki hún.
Þetta ömurlega Ameríska þjóðfélag er sjúkt - það höfum við margoft séð.
Handtekinn fyrir að hella upp á kaffi berrassaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 20:42
Allt of mikið af myndlistarmönnum
Kæru myndlistarmenn,
það er nú bara þannig í þessu þjóðfélagi nú orðið að það hefur enginn efni á að kaupa af ykkur myndirnar.
Fyrst þarf ég t.d. að eiga fyrir mat, svo íbúðaláninu, bílaláninu, fasteignagjöldunum, rafmagni og hita, hússjóðnum, barnsmeðlaginu, tryggingunum, símanum, nettengingunni, bensíninu, fatarleppum við og við (og einhverju fleiru sem ég man ekki eftir) og þá er bara ekkert eftir til að kaupa málverk, þótt ég gjarnan vildi. Reyndar gat ég leyft mér að kaupa mér einn pinnaís um daginn en það er ekki á hverjum degi.
Ég legg því til að allir myndlistarmenn leiti sér bara að einhverri góðri vinnu til að þeir geti nú borgað skattana sína með glöðu geði og þurfi ekkert að hafa áhyggjur af því að einhverjar myndir seljist, eða seljist ekki. Bara stimpla sig inn kl 8 og aftur út kl 17 og málið dautt.
Myndlistarmenn mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.10.2009 | 14:27
Góður sunnudagur 4.10.
Já þetta var virkilega góður dagur sunnudagurinn síðasti. Það er bara einhvern veginn þannig að þegar maður vinnur Liverpool þá gleymast allar áhyggjur um stund og allt verður skyndilega bjart og fallegt!
Þegar maður vinnur Liverpool þá gerist eitthvað. Það liðast inní mænuna hrikaleg sælutilfinning og hún leitar niður eftir bakinu, breiðir útúr sér fagnaðarboðskap um allan líkamann, fer að lokum í gegnum ristilinn og þrýstist þaðan út með hvelli. Stókostleg upplifun !
Að vísu var eitt sem skyggði töluvert á þennan sunnudag, svona í bland.
Ég fer gjarnan út með hann Týra littla hundinn minn, í göngu um Laugarneshverfið. Ég er einn af þeim sem gleymir ALDREI að taka með mér "kúkapoka" til að setja í afurðirnar hans Týra. Nú vorum við þarna á röltinu og hvað sé ég: Hingað og þangað höfðu hinir og þessir hundar skitið og greinilegt að eigandinn hefur algerlega hundsað að setja þetta í poka. Á maður vikilega að nenna að standa í því að vera svona samviskusamur með kúkapokann á lofti þegar það eru svona margir slóðar allt í kringum mann?
Mér finnst þetta hreint og beint ömurlegt og ég skora hér með á ALLA hundaeigendur að birgja sig upp af pokum, hugsa vel um litla kúkinn og setja hann ofaní næstu öskutunnu. (best að vera með glæran poka))
Ég get samt ekki alveg sleppt því að minnast á það að einmitt þegar við Týri vorum að rölta þarna á Laugarneskirkjutúninu, þá verður Týra mál og losar frá sér úrganginn þarna á staðnum. Ég tek strax upp glæran kúkapokann og er reiðubúinn að innbyrða kúkinn. Sé ég þá lítið Liverpool merki liggja við hliðina á kúknum hans Týra. Án nokkurrar umhugsunnar þá tek ég merkið og set með í kúkapokann en þá verður Týri alveg foxillur og harðneitar að kúknum hans sé sýnd þvílík óvirðing. Ég laumaðist samt aðeins síðar þegar hann sá ekki til og setti merkið með í pokann og allt fór síðan ofaní tunnuna heima hjá mér.
Já það mega koma fleiri svona dagar...........!
Bloggar | Breytt 7.10.2009 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2009 | 14:34
"Eftirávitringarnir"
Auðvitað viðurkennir Geir ekki neitt, ekki frekar en aðrir sem komu okkur niður í þetta svað sem við erum pikkföst í - datt virkilega þessum sjónvarpsmanni það í hug að hann næði fram einhverri játningu??
Það sem hins vegar setur að mér verulegan hroll er að þessa daganna skuli maður lesa að Sjálfstæðisflokkurinn sé að auka töluvert fylgi sitt í skoðanakönnunum?? Er þjóðin virkilega endanlega að ganga af göflunum? Hefur lúmskur Mr. Alzheimer laumast inní heilabúin á almenningi?
Eigum við vikilega að treysta því að þeir sem sökktu okkur í þetta ótrúlega gjörningafen muni draga okkur upp? Hvaða aðferðum skyldu þeir svo beita við það? Ætla þeir svo að fá til liðs við sig Framsóknarflokkinn aftur, einhvern ömurlegasta spillingar"flokk" Íslandssögunnar??
Ég fullyrði að ekkert í veröldinni getur orðið verra en að það gerist aftur.
Fólk situr brjálað við tölvurnar sínar og telur upp að 10 áður en það lætur allt flakka en ég segi bara hreinskilningslega: Ekki aftur þessa ömurlegu flokka. Það er mun betra að hafa þá í stjórnarandstöðu fyrst þeir þurfa endilega að vera þarna inná alþingi. Reyndar kunna þeir það ekki heldur og skilja stundum ekkert í ríkistjórninni að hafa ekki meira samráð við þá í hinum og þessum málum ??!! Eru menn búnir að gleyma því hvernig var að vera í stjórnarandstöðu þegar þessi flokkar voru við völd? Öll mál keyrð í gegn og stjórnarandstaðan gersamlega hundsuð ár eftir ár.
Síðan er auðvitað þessi svokallað "Borgarahreyfing" (sem heitir núna "Hreyfingin") algert grín frá upphafi til enda. Hvers vegna í ósköpunum þarf að verja skattpeningum mínum í að borga þessu fólk há laun fyrir að bulla einhverja tóma vitleysu viku eftir viku ??
Áfram Chelsea !
Hefðu átt að minnka umsvifin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2009 | 11:13
Loksins almennileg frétt !!
Terry vill taka við liði Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 12:31
Hvers konar þjóðfélag er þetta eiginlega orðið???
Háskólastúdentar svíkja út 300 milljónir með atvinnuleysisbótum !!!
Ég verð að segja alveg eins og er að nú er manni nóg boðið. Maður rembist eins og rjúpan við staurinn að standa skil á sínu og umfram allt borga skattana sína, því eins og allir vita jú þá höldum við "millitekjufólkið eða meðalmennskuliðið" uppi þjóðfélaginu í heild en það er endalaust seilst í okkar vasa. Á meðan við vælum ekkert og borgum þegjandi þá getum við bara allt eins haldið því áfram.
Að þessir umræddu háskólastúdentar hafi síðan tekið skattpeningana okkar ólöglega er kornið sem fyllir mælinn. Vita þeir ekki að það gilda lög í landinu??? Er ekki nóg með að við skattborgararnir höldum uppi allflestum "aumingjum" í landinu sem nenna ekki að vinna, eigum við að fara að spreða frítt í stúdentana líka???
Hvað er gert við skattsvikara? Jú þeir eru skikkaðir til að borga allt til baka sem þeir sviku og fá auk þess sekt uppá sömu upphæð frá yfirvöldum. Ef þetta reynist rétt vera þá krefst ég þess að stúdentarnir greiði þetta til baka og verði að auki sektaðir um sömu uppæð að auki því þetta er ekkert annað en lögbrot.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og svaraðu nú:
Nýjustu færslur
- Birgir Leifur........er í 147. sæti af 157 keppendum
- Ástandið í íslenska þjóðfélaginu = Sundurlyndi, sérhagsmunagæ...
- Alltaf sama heppnin?
- Google ræður heiminum.
- Fiskar heita ekki lengur fiskar heldur "Sækettlingar" samkvæm...
- Fyrirspurn til Sjálfstæðisflokks og Sjálfstæðisflokksmanna .....
- Ha? Þjóðfundur? En ægilega spennandi.
- Gott hjá þeim.
- Merkilegt sjónarhorn. Leggjum velferðasvið niður.
- Skákað í skjóli hruns.
- Hvað skyldu margir hafa gert þetta?
- 50 frábærar eftirhermur.
- Það er ljótt að stela.
- Trúa trúleysingjar á "ekkert"?
- Glæsilegt!