12.10.2009 | 20:42
Allt of mikið af myndlistarmönnum
Kæru myndlistarmenn,
það er nú bara þannig í þessu þjóðfélagi nú orðið að það hefur enginn efni á að kaupa af ykkur myndirnar.
Fyrst þarf ég t.d. að eiga fyrir mat, svo íbúðaláninu, bílaláninu, fasteignagjöldunum, rafmagni og hita, hússjóðnum, barnsmeðlaginu, tryggingunum, símanum, nettengingunni, bensíninu, fatarleppum við og við (og einhverju fleiru sem ég man ekki eftir) og þá er bara ekkert eftir til að kaupa málverk, þótt ég gjarnan vildi. Reyndar gat ég leyft mér að kaupa mér einn pinnaís um daginn en það er ekki á hverjum degi.
Ég legg því til að allir myndlistarmenn leiti sér bara að einhverri góðri vinnu til að þeir geti nú borgað skattana sína með glöðu geði og þurfi ekkert að hafa áhyggjur af því að einhverjar myndir seljist, eða seljist ekki. Bara stimpla sig inn kl 8 og aftur út kl 17 og málið dautt.
Myndlistarmenn mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og svaraðu nú:
Nýjustu færslur
- Birgir Leifur........er í 147. sæti af 157 keppendum
- Ástandið í íslenska þjóðfélaginu = Sundurlyndi, sérhagsmunagæ...
- Alltaf sama heppnin?
- Google ræður heiminum.
- Fiskar heita ekki lengur fiskar heldur "Sækettlingar" samkvæm...
- Fyrirspurn til Sjálfstæðisflokks og Sjálfstæðisflokksmanna .....
- Ha? Þjóðfundur? En ægilega spennandi.
- Gott hjá þeim.
- Merkilegt sjónarhorn. Leggjum velferðasvið niður.
- Skákað í skjóli hruns.
- Hvað skyldu margir hafa gert þetta?
- 50 frábærar eftirhermur.
- Það er ljótt að stela.
- Trúa trúleysingjar á "ekkert"?
- Glæsilegt!
Athugasemdir
Ertu að meina að það vanti fólk í hin ýmsustu störf? Og einhverjir letingjar vilji bara vera heima og mála?
Nafnlaus (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:19
Ég legg til að þú fáir þér líka almennilega vinnu svo þú getir líka borgað þetta allt saman með glöðu geði og hætt að hafa áhyggjur.
Hrólfur S. (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:25
Það eru margar hliðar á öllum málum. Í dag er vinna ekki á hverju strái og þegar fólk fær ekki vinnu þá tekur fólk upp á ýmsu þar með að fara í myndlist eða menningarlegt athæfi sem er nokkuð þekkt fyrirbæri ef söguna er litið. Það má líka segja það er of mikið af tónlistamönnum, leikurum eða hvaða menningarlegu starfi sem býr til aðeins skemmtun eða skraut. Allt menningarlegt er í raun lúxusvara og oft og tíðum ekki fyrir meðalmanninn þó ég viðurkenni að verðið á ýmsum myndum eru alveg í skýjunum.
Svo er annar hlutinn af þessu að myndlistarmenn eru hugsjónarmenn eða eru sérvitrir t.d veit um suma sem eru anarkistar og vilja ekki borga skatta í "vítisvélina". Þetta er mun flóknara mál en það sýnist við fyrstu.
Hallur (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:36
Allt of mikið af svona listamönnum, þiggja ríkislistamannalaun og vilja svo sölulaun af verkum sínum líka. Ef þessir listamenn geta ekki lifað af list sinni eiga þeir að finna sér heiðvirða vinnu, ekki mergsjúga ríkið.
Það eru allt of margir myndlistarmenn, þetta er fólk sem ekki hefur skyn á raunveruleikanum. Hlynur Hallsson er besta dæmið um það, gerði sig að atlægi á Alþingi um árið.
Taka styrkina af þessu fólki og leyfa þvi að kynnast alvöru vinnu.
Baldur (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:04
Ég vil bjóða Baldri og hinum nafnlausa að koma í ´starfskynningu´ hjá mér myndlistarmanninum, í því felst að gera myndlist, reka gallerí, og 2-3 vinnur aukalega (allt skattskylt). Hafið samband, er í símaskránni.
kv.E.
p.s. svo er ég viss um að nafnlausi (huglausi?) og Baldur hafi hlustað á tónlist meðan þeir hripuðu sína fávisku þarna niður á hannaða tölvu, sátu á hönnuðum stól og fóru svo út í sinn hannaða bíl...allt undir áhrifum og í samtali við listgreinar síðustu áratugi....
Erling T.V. Klingenberg (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.