6.10.2009 | 14:27
Góður sunnudagur 4.10.
Já þetta var virkilega góður dagur sunnudagurinn síðasti. Það er bara einhvern veginn þannig að þegar maður vinnur Liverpool þá gleymast allar áhyggjur um stund og allt verður skyndilega bjart og fallegt!
Þegar maður vinnur Liverpool þá gerist eitthvað. Það liðast inní mænuna hrikaleg sælutilfinning og hún leitar niður eftir bakinu, breiðir útúr sér fagnaðarboðskap um allan líkamann, fer að lokum í gegnum ristilinn og þrýstist þaðan út með hvelli. Stókostleg upplifun !
Að vísu var eitt sem skyggði töluvert á þennan sunnudag, svona í bland.
Ég fer gjarnan út með hann Týra littla hundinn minn, í göngu um Laugarneshverfið. Ég er einn af þeim sem gleymir ALDREI að taka með mér "kúkapoka" til að setja í afurðirnar hans Týra. Nú vorum við þarna á röltinu og hvað sé ég: Hingað og þangað höfðu hinir og þessir hundar skitið og greinilegt að eigandinn hefur algerlega hundsað að setja þetta í poka. Á maður vikilega að nenna að standa í því að vera svona samviskusamur með kúkapokann á lofti þegar það eru svona margir slóðar allt í kringum mann?
Mér finnst þetta hreint og beint ömurlegt og ég skora hér með á ALLA hundaeigendur að birgja sig upp af pokum, hugsa vel um litla kúkinn og setja hann ofaní næstu öskutunnu. (best að vera með glæran poka))
Ég get samt ekki alveg sleppt því að minnast á það að einmitt þegar við Týri vorum að rölta þarna á Laugarneskirkjutúninu, þá verður Týra mál og losar frá sér úrganginn þarna á staðnum. Ég tek strax upp glæran kúkapokann og er reiðubúinn að innbyrða kúkinn. Sé ég þá lítið Liverpool merki liggja við hliðina á kúknum hans Týra. Án nokkurrar umhugsunnar þá tek ég merkið og set með í kúkapokann en þá verður Týri alveg foxillur og harðneitar að kúknum hans sé sýnd þvílík óvirðing. Ég laumaðist samt aðeins síðar þegar hann sá ekki til og setti merkið með í pokann og allt fór síðan ofaní tunnuna heima hjá mér.
Já það mega koma fleiri svona dagar...........!
Og svaraðu nú:
Nýjustu færslur
- Birgir Leifur........er í 147. sæti af 157 keppendum
- Ástandið í íslenska þjóðfélaginu = Sundurlyndi, sérhagsmunagæ...
- Alltaf sama heppnin?
- Google ræður heiminum.
- Fiskar heita ekki lengur fiskar heldur "Sækettlingar" samkvæm...
- Fyrirspurn til Sjálfstæðisflokks og Sjálfstæðisflokksmanna .....
- Ha? Þjóðfundur? En ægilega spennandi.
- Gott hjá þeim.
- Merkilegt sjónarhorn. Leggjum velferðasvið niður.
- Skákað í skjóli hruns.
- Hvað skyldu margir hafa gert þetta?
- 50 frábærar eftirhermur.
- Það er ljótt að stela.
- Trúa trúleysingjar á "ekkert"?
- Glæsilegt!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.