19.9.2009 | 14:34
"Eftirávitringarnir"
Auðvitað viðurkennir Geir ekki neitt, ekki frekar en aðrir sem komu okkur niður í þetta svað sem við erum pikkföst í - datt virkilega þessum sjónvarpsmanni það í hug að hann næði fram einhverri játningu??
Það sem hins vegar setur að mér verulegan hroll er að þessa daganna skuli maður lesa að Sjálfstæðisflokkurinn sé að auka töluvert fylgi sitt í skoðanakönnunum?? Er þjóðin virkilega endanlega að ganga af göflunum? Hefur lúmskur Mr. Alzheimer laumast inní heilabúin á almenningi?
Eigum við vikilega að treysta því að þeir sem sökktu okkur í þetta ótrúlega gjörningafen muni draga okkur upp? Hvaða aðferðum skyldu þeir svo beita við það? Ætla þeir svo að fá til liðs við sig Framsóknarflokkinn aftur, einhvern ömurlegasta spillingar"flokk" Íslandssögunnar??
Ég fullyrði að ekkert í veröldinni getur orðið verra en að það gerist aftur.
Fólk situr brjálað við tölvurnar sínar og telur upp að 10 áður en það lætur allt flakka en ég segi bara hreinskilningslega: Ekki aftur þessa ömurlegu flokka. Það er mun betra að hafa þá í stjórnarandstöðu fyrst þeir þurfa endilega að vera þarna inná alþingi. Reyndar kunna þeir það ekki heldur og skilja stundum ekkert í ríkistjórninni að hafa ekki meira samráð við þá í hinum og þessum málum ??!! Eru menn búnir að gleyma því hvernig var að vera í stjórnarandstöðu þegar þessi flokkar voru við völd? Öll mál keyrð í gegn og stjórnarandstaðan gersamlega hundsuð ár eftir ár.
Síðan er auðvitað þessi svokallað "Borgarahreyfing" (sem heitir núna "Hreyfingin") algert grín frá upphafi til enda. Hvers vegna í ósköpunum þarf að verja skattpeningum mínum í að borga þessu fólk há laun fyrir að bulla einhverja tóma vitleysu viku eftir viku ??
Áfram Chelsea !
Hefðu átt að minnka umsvifin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og svaraðu nú:
Nýjustu færslur
- Birgir Leifur........er í 147. sæti af 157 keppendum
- Ástandið í íslenska þjóðfélaginu = Sundurlyndi, sérhagsmunagæ...
- Alltaf sama heppnin?
- Google ræður heiminum.
- Fiskar heita ekki lengur fiskar heldur "Sækettlingar" samkvæm...
- Fyrirspurn til Sjálfstæðisflokks og Sjálfstæðisflokksmanna .....
- Ha? Þjóðfundur? En ægilega spennandi.
- Gott hjá þeim.
- Merkilegt sjónarhorn. Leggjum velferðasvið niður.
- Skákað í skjóli hruns.
- Hvað skyldu margir hafa gert þetta?
- 50 frábærar eftirhermur.
- Það er ljótt að stela.
- Trúa trúleysingjar á "ekkert"?
- Glæsilegt!
Athugasemdir
Veistu, ég held að þessi könnun hafi verið fyrirfram pöntuð til að koma enn meira róti á þjóðfélagið. Það verður að beina athyglinni frá rannsókn hrunsins með öllum ráðum. Sjálfstæðisflokkur hefur ekki svona mikið fylgi það er á hreinu. Enda minnir mig að það hafi komið fram einhverstaðar að fólk eldra en 67 ára hafi ekki verið spurt ???? Hvað á það að þýða ef mig var þá ekki að dreyma þetta?
Ína (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 14:55
Þetta væri gott og blessað hjá þér EF
þeir flokkar sem sitja sem fastast á ráðherrastólunum í dag væru að gera eitthvað af viti
Grímur (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 15:06
hahahaha..
Það að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn stærsti flokkurinn sýnir bara hversu óhæf núverandi ríkisstjórn er. Fólk er búið að fá upp í kok af lygum, aðgerðarleysi, ESB þráhyggju og Icesave.
Núverandi stjórn var ekki lengi að sanna fyrir Íslendingum að það er virkilega til eitthvað sem er MIKIÐ VERRA en íhaldið, og það er Samfó+VG= DISASTER.!!
Fólk er farið að skríða aftur í fang íhaldsins þrátt fyrir að hafa lofað sjálfu sér að kjósa það aldrei aftur. Svo illa hefur ríkisstjórnin sem nú situr hlaupið á sig. Íhaldið er hreint ekki svo slæmt samanborið við kommúnistana sem eru búnir að gera upp á bak, marg ítrekað. Fólk er loksins að átta sig á því ;)
Hrafna (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 15:52
Hvurslags andsk.... læti eru þetta eiginlega í þér maður ... að frussa svona og hrauna yfir Framsóknarflokkinn sem bjó til fiskinn í sjónum og fann upp lambakjötið?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 14:40
Það var hann Doddi í Ánasundum sem fyrstur fann Skötuselinn.
Einarður Pétursson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.