3.11.2010 | 20:43
Hvað er í gangi eiginlega með þetta trúarrugl?
Ég segi eins og er að ég skil ekki hvaða læti þetta eru í fólki vegna trúarkennslu í skólum?
Það mætti halda að hér hafi orðið einhver meiriháttar árekstur á milli trúarhópa sem hafi skapað stríðsástand.
Og út af hverju?
Nákvæmlega engu.
Eða getur einhver sagt mér í hvaða skóla eða skólum trúarkennsla eða trúboð hefur verið vandamál?
Aldrei hef ég orðið var við þann vanda alla vega og enginn sem ég þekki.
Og þótt ég vissi um eitthvað slíkt eru þá ekki allir sammála um að trúboð í skólum sé óviðeigandi?
Ég veit ekki betur.
Hvert er þá vandamálið sem kallar á allan þennan æsing?
Tillitsleysi borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og svaraðu nú:
Styður þú Jón Gnarr sem borgastjóra?
Er Guð til?
Hefur þú haldið framhjá?
Nýjustu færslur
- Birgir Leifur........er í 147. sæti af 157 keppendum
- Ástandið í íslenska þjóðfélaginu = Sundurlyndi, sérhagsmunagæ...
- Alltaf sama heppnin?
- Google ræður heiminum.
- Fiskar heita ekki lengur fiskar heldur "Sækettlingar" samkvæm...
- Fyrirspurn til Sjálfstæðisflokks og Sjálfstæðisflokksmanna .....
- Ha? Þjóðfundur? En ægilega spennandi.
- Gott hjá þeim.
- Merkilegt sjónarhorn. Leggjum velferðasvið niður.
- Skákað í skjóli hruns.
- Hvað skyldu margir hafa gert þetta?
- 50 frábærar eftirhermur.
- Það er ljótt að stela.
- Trúa trúleysingjar á "ekkert"?
- Glæsilegt!
Athugasemdir
Sumir vilja að trú sé ekki kennd í skólum og leyfa foreldrum að fræða börnin sín um þá trú sem þau hafa sjálf. Er það ekki rökrétt? Eða er í lagi að boða kristna trú þegar foreldrarnir eru islams trúar eða guðleysingjar?
Vísindi eiga ekki heima í kirkju, afhverju á þá trú heima í skóla? (nema í formi trúabragðafræða, kennd á hlutlausann hátt)
Ásbjörn Sigurpálsson, 3.11.2010 kl. 23:42
Já ... ennnnnn .... HVAR fer þetta meinta trúboð fram? Það virðist enginn geta svarað því.
J.Ö. Hvalfjörð, 3.11.2010 kl. 23:48
kristinfræði(fór í þetta þegar ég var ungur, veit ekki með núna) gæti verið trúfræði í dag.
flestir frídagar eru þeir sem eru á kristna dagatalinu, og skólar skreittir eftir hátíðum kristinna. veit að það meikar sens fyrir okkur þar sem flestir eru kristnir og við getum ekki verið með sér frídaga fyrir hvern og einn, vildi bara taka það framm.
ég er hvorki með eða á móti vildi bara benda á þetta.
Ingi Þór Jónsson, 4.11.2010 kl. 16:47
Það er rétt að frídagar íslands eru flest allir eftir kristnu dagatali. En ef það er hugsað út í uppruna kristnu "frídagana" þá er hægt að benda á Jólin, Jólablót var í ásatrú (rétt eins og þorrablót, sem allir kannast við) þessi heiðna sólstöðuhátíð var breytt í kristinn hlut því að þá var auðveldara að skipta um trú (Frekar að yfirtaka hátíðardag en að skipta um hann)
Þetta meinta trúboð fer fram þegar að prestur heimsækir leikskóla/grunnskóla og reynir að móta unga og óþroskaða heila að kristni eða þegar að leikskóla/grunnskóla börn fara í heimsókn í kirkjur.
Mér finnst að trú eigi ekki heima í menntastofnunum nema í formi trúabragðafræðslu. Skipulagðar heimsóknir í kirkjur eru líka hluti af trúboði.
Ásbjörn Sigurpálsson, 4.11.2010 kl. 19:13
Auðvitað á að leggja niður allt jóla og páskafrí bæði í skólum og á vinnustöðum. Þetta er bara rugl í nútíma samfélagi. Líka ósanngjarnt gagnvart fólki af öðrum menningarheimum.
Sveinn (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 23:09
Ég veit ekki hvernig þetta er nú um stundir, en mér er það mjög minnisstætt að þegar ég var á fermingaraldri kom hverfispresturinn í bekkinn og lagði grunninn að því að flest, ef ekki öll, skólasystkini mín, að mér meðtöldum, gengum til hans í fermingarfræðslu og vorum fermd. Ég sigldi með straumnum og hef alltaf séð eftir því. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að ég væri að hræsna, en stóðst ekki þrýstinginn og auðvitað agnið, sem var fermingarveislan og gjafirnar. Það var erfitt að skera sig úr, og það að trúa ekki á frelsarann var nánast það sama og að vera ekki góður. Hver vill ekki vera góður?
Theódór Gunnarsson, 6.11.2010 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.