Algjört bull í Aldridge - ætti sjálfur að skammast sín fyrir svona ummæli.

nani.jpgEkki get ég verið sammála Aldridge þarna og í raun tel ég það honum til lítils sóma að láta svona ummæli frá sér fara.

Ég hef enga trú á að Nani hafi vitað hvað myndi gerast þegar hann handlék boltann og ótrúlegt að Aldridge skuli ýja að því að svo hafi verið, sé rétt eftir honum haft.

Nani gerði ekkert annað en að klára skyldu sína sem fótboltamanns, þ.e. að nota tækifærið sem gafst til að skora mark.

Það var alls ekki honum að kenna að dómarinn flautaði aldrei og sannarlega ekki honum að kenna að markmaðurinn skyldi gera sín augljósu mistök.

Auðvitað nýtti Nani sér það og skoraði án umhugsunar eins og honum hefur verið uppálagt að gera sem atvinnumanni í leiknum. Hvort það sé móralskt rétt eða ekki að nýta sér mistök andstæðinga sinna er bara alls ekki leikmanna að velta fyrir sér í hita leiksins.

Skárra væri það nú. Fótbolti er ekkert kellingasport.


mbl.is Aldridge: Nani er ógeðfelldur leikmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var mjög spaugilegt atvik, EN, Nani var fyrir það fyrsta með lélegan leikaraskap þegar hann lét sig detta, í annan stað hegðaði hann sér eins og barn þegar hann fékk ekkert dæmt og þá grípur hann m.a. boltann með hendinni. Markmaðurinn sér að hann handleikur boltann, sér líka að aðstoðardómarinn lyftir flagginu og á klaufalegan máta gerir þau grundvallarmistök að gera ráð fyrir því að aðaldómarinn hafi dæmt augljósa aukaspyrnu.

Burtséð frá því hvað atvinnumönnum er uppálagt að gera þá er svona framkoma sandkassaleikur og gerir ekkert til að upphefja fótboltann... nema þá helst vegna skemmtanagildisins sem fylgir því að ræða svona atvik eftir á

Adolf (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 08:46

2 identicon

Segðu mér eitt Adolf hvar í ósköpunum sérð þú línuvörðinn lyfta upp flagginu ?? sést best í þessu myndbandi hér að línuvörðurinn lyftir aldrei flagginu fyrr en að Gomes hleypur að honum. http://www.youtube.com/watch?v=Zz6T9ILmcS0

Þetta mark er alfarið skrifað á Gomes þar sem leikmenn eiga að spila leikinn eftir flautunni en ekki einhverri sannfæringu hjá sjálfum sér um að dómarinn hefði átt að dæma hendi.


kiddi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 09:56

3 Smámynd: Dagur Björnsson

Maður sem hefur ekkert vit á fótbolta veit það vel að leikmenn eiga að spila eftir flautunni. Ef þú getur það ekki, þá ætti ekki að kalla þig atvinnumann! Football 101.

Dagur Björnsson, 3.11.2010 kl. 10:49

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Nei guð forði mönnum að hafa siðferði eða innri sannfæringu....það væri ömurlegt.

Hér er tildæmis frægasta Fair Play atrið sögunnar hjá Dicanio nokkrum

http://www.youtube.com/watch?v=Xjv2-pws1fw

 Er þetta semsagt "kellingaskapur" (sem er ömurlegt orð til að færa rök) og heimska samkvæmt Degi....

Aldridge veit kannski meira um fótbolta en við allir? Ég held það....atvinnumaður í 15 ár og nú stjóri í hvða önnur 15....eruð þið að grínast?

Nani er óheiðarlegur svindlari og þetta er ekkert eina dæmið sem sýnir það.....það var löngu vitað...hann leikur, dettur og fiskar allann leikinn....

Einhver Ágúst, 3.11.2010 kl. 11:30

5 identicon

Það er meira sem að fólk getur grenjað hérna, greinilega Liverpool menn þeir Ágúst og Adolf. Horfiði í ykkar eigin lið, þar er maður að nafni Fernando Torres og Steven "hypocrite" Gerrard. Svo áður en þið farið að flame-a aðra leikmenn um að vera ógeðfelldir og leikarar... í guðs bænum lítið í ykkar eigin lið fyrst.

Og btw, hvað er þessi maður að tjá sig, eitthvað spilandi með Tranmere Rovers fram í rauðan dauðan frábært maður.

En þetta er það eina sem Liverpoolmenn geta í dag, grenjað og grenjað. Bíð spenntur eftir að ykkur verði slátrað um helgina á Anfield.

Einar (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:47

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er sammála með Gerrard hann er bæði óheiðarlegur inna sem utan vallar...en Torres get ég nú ekki alveg samþykkt þó að hann eigi það til að vera í fýlu þá er hann nú ekki grófur eða dýfari...

En einmitt þessi töffargangur, kellingar, grenja og allt það....

Ég ber mikla virðingu fyir ManU, en Nani er plebbi....

Einar, ekki vera svona harður...

Einhver Ágúst, 3.11.2010 kl. 12:17

7 identicon

@kiddi, lastu það sem ég skrifaði? Ég held aldrei neinu öðru fram en að þetta skrifist á Gomez. Það breytir því ekki að Nani er leiðinlegur leikmaður, einn af sívælandi mönnum sem er alltaf með leikaraskap.

@Einar, hvar færðu það út að ég sé Liverpool-ari? Ég er fyrir það fyrsta Spursari, og hvar lestu væl út úr innlegginu frá mér? Ég tala um að þetta sé spaugilegt atvik, klaufaskapur í Gomez og að svona lagað gefi boltanum ákveðið skemmtanagildi. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að leikmenn sem eru sívælandi og með leikaraskap eru frekar að draga niður boltann en að upphefja hann.

En enn og aftur, auðvitað skrifast þetta á Gomez, en dómarinn á að sjálfsögðu mjög stóran part í þessu, auðvitað á að dæma aukaspyrnu á mann sem grípur boltann viljandi með hendinni og liggur síðan eins og smábarn og grenjar yfir því að hafa ekki fengið víti. Það á ekki að verðlauna hann með "play-on" þar sem hann fær að skora svona fáránlega ódýrt mark.

Það er bara mín skoðun á þessu atviki, ég held samt ekki að þetta hafi verið neinn sérstakur vendipunktur sem gerði út um leikinn. 

Svo er ég sammála einhverjum Ágústi, respect for ManU en Nani er plebbi.

Adolf (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 19:29

8 identicon

Ég er Liverpool maður og ég ber virðingu fyrir United, en Nani er ekki eins og allir í United, hann er eitthvað öðruvísi á leiðinlegan hátt.

Hefði viljað sjá Agger tuska hann aðeins til þarna um daginn :)

Guðmundur Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 20:42

9 Smámynd: Egill Óskarsson

Nani lét sig kannski falla full auðveldlega en það var klárlega snerting þarna á ferðinni og flestir sem ég hef séð fjalla um þetta í enskum miðlum eru á því að þó að það hefði verið ódýrt að dæma á þetta víti þá hefði það verið alveg réttlætanlegt.

En það er einfaldlega rangt að það eigi að dæma aukaspyrnu á viljandi hendi og í þessu tilfelli var mjög augljóst að það var algjör óþarfi fyrst Gomez var kominn með boltann í hendurnar. 

Nani á auðvitað ekki að gera þetta sem hann gerði, þ.e. að stöðva boltann með höndum til þess að neyða dómarann til að dæma eitthvað en Gomez gerði hlut sem er alveg jafn kjánalegur, þ.e. að grípa boltann og henda honum 10 metra fram á völlinn til þess að taka aukaspyrnu áður en búið var að dæma eitthvað. Gomez var refsað í þessu tilfelli en ekki Nani. Sem er auðvitað fúlt ef þú heldur með Spurs. 

Mistök Clattenburg felast í því að hann gaf ekki nógu skýrt merki um að leik skyldi haldið áfram. Venulega veifa dómarar höndunum hressilega til þess að gefa til kynna að þeir ætli ekkert að dæma en hann lét sér nægja að yppa öxlum og setja hendurnar út í loftið. Sem er slæmt en breytir voða litlu um ábyrgð Gomez á markinu. 

Egill Óskarsson, 4.11.2010 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Og svaraðu nú:

Styður þú Jón Gnarr sem borgastjóra?
Er Guð til?
Hefur þú haldið framhjá?

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband