3.11.2010 | 12:56
Er Guð til eða er Guð ekki til? (Endurbirt könnun)
Undanfarið hafa trúarumræður verið áberandi í helstu fjölmiðlum landsins og sýnist sitt hverjum í þeim efnum.
En hversu hátt hlutfall íslensku þjóðarinnar trúir því að Guð sé til versus það hlutfall sem trúir því ekki?
Skoðanakönnun dagsins er ætlað að finna út úr þessu í eitt skipti fyrir öll.
Vinsamlega taktu þátt - hér efst til vinstri - og smelltu á svarið sem er nær þinni sannfæringu.
Þér er síðan velkomið að gera grein fyrir atkvæði þínu í athugasemdarkerfinu hér fyrir neðan.
Vinsamlega athugið. Allir sem svara fara í sérstakan pott sem dregið er úr daglega og hljóta hinir heppnu fyrirgefningu minniháttar synda.
Og svaraðu nú:
Styður þú Jón Gnarr sem borgastjóra?
Er Guð til?
Hefur þú haldið framhjá?
Nýjustu færslur
- Birgir Leifur........er í 147. sæti af 157 keppendum
- Ástandið í íslenska þjóðfélaginu = Sundurlyndi, sérhagsmunagæ...
- Alltaf sama heppnin?
- Google ræður heiminum.
- Fiskar heita ekki lengur fiskar heldur "Sækettlingar" samkvæm...
- Fyrirspurn til Sjálfstæðisflokks og Sjálfstæðisflokksmanna .....
- Ha? Þjóðfundur? En ægilega spennandi.
- Gott hjá þeim.
- Merkilegt sjónarhorn. Leggjum velferðasvið niður.
- Skákað í skjóli hruns.
- Hvað skyldu margir hafa gert þetta?
- 50 frábærar eftirhermur.
- Það er ljótt að stela.
- Trúa trúleysingjar á "ekkert"?
- Glæsilegt!
Athugasemdir
Að guð sé til er ósannanleg og óhrekjanleg fullyrðing hvort tveggja í senn. Rétt eins og fullyrðing um að gúmmíbangsi sé á sveimi umhverfis Anomedu, eða hvað annað.
Menn geta bara talið, haldið eða trúað einhverju í hvora veruna sem er. Þeir sem trúa hafa oftast einhverja óskhyggjubundna ástæðu til þess, sem tengist afleiddum fabúlum útfrá þessu, sem finna má í ritum fáfróðra nómada frá bronzöld. Extra eða eilíft líf t.d. Hentugt til að slá á kvíðann og óttann um forgengileikann auk ranghugmynda um eigin mikilleik og hlutverk í öllu sjónarpilinu. Oftast er þetta líka tengt einhverjum hégóma um forréttindi og klíkuskap í kosmísku amhengi.
Þeir sem telja hann ekki vera til líta til líkinda. Hvort eitthvað hafi bent til þessa. Hvort það sem um er ritað af nómödum meiki einhvern sens. Hvort vert sé að eyða lífinu í að krjúpa fyrir mjög svo jarðnesku peningaplokkaravaldi og totalitarianisma kirkjunnar svona upp á von og óvon um að eitthvað geti verið til í þessu.
Þeir sem hafna fyrirbrygðinu er í raun nákvæmlega sama hvort er, enda fullyrðingin óstaðfestanleg hvort sem er. Þeim tekst rátt fyrir það að halda í góð gildi í samkiptum við samferðamenn. Hvað sem veldur. Oft betur en þeir sem munstra sig í einhver költ ef mark er takandi á rannsóknum.
Hví ætti maður að taka mark á munnmælum frá manneskjum sem eru jafn víðs fjarri sannleikanum og þeir sjálfir? Trú? Það að taka einhverju sem gefnu án staðfestingar né sannanna, sem raunar eru skilyrði þess að trúa.
Það er þrennt um að velja: Að trúa. Að egja ég veit og vita. Að segja ég veit ekki og viðurkenna takmörk sín.
Hvort erð heiðarlegast er smekkatriði býst ég við.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2010 kl. 03:25
Svo er það þetta með spunann, sem fætir átta sig á. Kirkjan borgar um milljón í ár til almannatengslafyrirtækis (spunastofu) til að reka mál sín í fjölmiðlum. Þeim er mikið í mun að sýna að trúleysi é í raun og veru trú. Þessvegna spyrja þeir "Trúir þú" eða "trúir þú ekki" í stað þess að spyrja "heldur þú" eða "telur þú".
Þetta er orðhengilsháttur, sem hefur verið gegnumgangandi í trúarþráttinu undanfarin misseri. Almannatengslagúrúunum hefur tekist að beina umræðunni frá innihaldi trúarritanna að þrátti um orðsyfjar og hugtök og eig þeir kilið prik fyrir útsjónasemina. Nú þegar menn hafa fattað trixið, þá þurfa þeir að finna aðrar sandlúkur til að henda í augu almúgans til að forða honum frá að rýna í innihaldið.
Eitt trixið er að kalla trúlausa sömu nöfnum og þeir kalla trúarpotulana. Að kalla trúleysi trú er að sjálfögðu hluti þess og virkar vel. Svo eru það orð eins og bókstafstrúleyingjar og ofsa eða öfgatrúleysi. Svona má lengi telja.
Í hugtakastríðinu er þessu beint í það að spjalla yfirborðslega um "lífsskoðun", sem að sjálfsögðu er fengið að láni hjá húmanistum og fleirum. Þeir nota jafnharðan aðgreiningar annarra sér til skilgreiningar.
Oldest tricks in the book. Edward Bernais er vafalaust stoltur af þeim þarna uppi í hinu semetíska himnaríki.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2010 kl. 03:43
Ég læt eðlilega vera að taka þátt í skoðanakönnun þinni. Argumentið nýt ekki um guð eða ekki guð. Það snýst um órofa vald kirkjulegrar stofnunnar í sögu okkar og menningu. Vald sem einmitt byggir einvörðungu á spuna.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2010 kl. 03:49
Ég get þó sagt þér að ég tel hverfandi líkur á því að "guð" geti verið staðreynd, enda hefur hugtakið aldrei verið skilgreint endanlega. Getur þýtt allt og ekki neitt í raun.
Ef það næðist órofin samtaða um hver hann er og hvernig, hvar og hversvegna, og hvernig hans sjáist stað áþreifanlega, sýnilega eða ekki t.d. þá væri ég kannski til í að brjóta heilann um tilvist hans.
Afsakaðu svo langlokuna og að ég skuli svína bloggið þitt svona út. Maður er orðinn ansi lúinn á þessu hjólfari sem umræðan hefur verið í og hvernig henni er stýrt með valdi.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2010 kl. 03:57
Vá ... þar með þora ekki fleiri að kommenta .
En ertu ekki að taka þetta trúardæmi fullalvarlega Jón Steinar?
J.Ö. Hvalfjörð, 3.11.2010 kl. 08:46
Samkvæmt trúarviðorfskönnun sem gerð var fyrir kirkjuna fyrir nokkrum árum trúa um 50% landsmanna á persónulegan guð sem á eitthvað skylt við kristna trúarjátningu Þetta virðist þó ekki trufla presta mikið því þeir fullyrða ótt og títt að yfir 90% landsmanna trúi, því þeir séu skráðir í kirkjusöfnuði, en vita sjálfir fullvel að börn eru skráð í trúfélag móður við fæðingu og að bæði það og umrædd könnun sannar að 90% eru þvæla.
Af hverju prestar telja sér stætt á að fara með þvælu á sama tíma og þeir fullyrða að þeir elski guð sem meini þeim að ljúga er aftur áhugaverð spurning, en henni á ég bágt með að svara, verandi hvorki prestur né trúaður.
Kristinn Theódórsson, 3.11.2010 kl. 09:21
Ég tók þátt í könnuninni og valdi nei af tvennu illu. Það er nefnilega rétt hjá Jóni Steinari að spurningin er út í hött vegna þess að orðið Guð er óskilgreint og getur þýtt nánast hvað sem er.
Theódór Gunnarsson, 3.11.2010 kl. 12:16
Ég held samt að flestir viti hvað er meint. Guð er til í ótal útgáfum versus þeir sem trúa ekki á neina þeirra.
J.Ö. Hvalfjörð, 3.11.2010 kl. 12:25
Guð er til, á því leikur ekki nokkur vafi frá mínum bæjardyrum séð enda sé ég hann alls staðar og í öllu - hvert sem ég lít.
Grefill, 3.11.2010 kl. 12:52
Ég sagði nei enda er að búinn til af karlmönnum.
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 13:08
Ég praktisera mína trú a la svipað og Karen Armstrong segir hana hafa verið stundaða fyrstu aldirnar eftir Krist burð. Kirkjur og stofnanir eru svo allt annar handleggur. Þar vill blandast inn hverskyns pólitík og valdatafl. Ég er nokkuð sammála Theódór Gunnarssyni. Kviðdómurinn er enn úti.
Fyrir mér snýst kristni um að rækta svo sinn garð að maður nái þeim þroska að verða minn ultimate best að lifa minn full potential. Þannig séð mætti líta á trúna sem bestu sjálfshjálpina. Í mínu ultimate best er ég egoless og nálægt ástandi sem David Lynch og fleiri ná með TM, Eckhart Tolle er með sína leið etc.
Villi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 13:11
ÞAð er full átæða til að taka þetta alvarlega herra hvalfjörð. Lestu söguna, líttu í kringum þig.
Annars er þetta áhugamál af því að þetta vegur svo þungt í tilveru okkar og er svo frekt á allt.
Villi: Ég er ekki viss um að þú þurfir að flokka þig með Kristnum. Það er í raun hálfgert slíðruorð að mínu mati. Þú ættir að kynna þér þetta og sjá hvort þú skrifar undir það sem samkvæmt bókinni telst réttrúnaður.
Ef þú ert veikur fyrir Tolle, þá get ég frætt þig um að Kristni er andhverfa hans hugmynda. Hugmyndafræði uppfull af egósentrík,óskhyggju og mikilmennsku. Einnig sjálffyrirlitningu, sjálfsvorkun, ssérgæku og fordæmingu. Eitthvað sem er meira í líkingu við það sem Tolle kallar Painbody.
Þú hefur smíðað þína eigin sannfæringu um eðli þessarar trúar án þess að hafa skoðað hvað í henni felst.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2010 kl. 14:00
Spurðu svo jálfan þig herra hvalfjörð hvort trúaðir (tala nú ekki um preláta) taka þessu ekki full alvarlega miðað við ólíkindin? Jafnve svo hátíðlega að þeir þurfa að í tíma og ótíma að láta fólk vita í óspurðum hversu trúaðir þeir eru?
Mín kenning er annars sú að þeir sem láta þannig hafi eitthvað að fela. Mér finnst eins og heims og heimafréttir úr þeim ranni staðfesti ýmislegt í þeirri kenningu.
Bið að heilsa í sveit þjáningaklerksins, leirkáldins og sjálfvorkunnarpúkans á Saurbæ. Var ekki viðeigandi að hann sskyldi einmitt vera þar.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2010 kl. 14:08
Ég svaraði Nei þar sem ég tók spurningunni þannig að verið væri að spyrja um Biblíunnar Guð, skapara himins og jarðar og alls þess á milli sem ekki er eldra en biblíutali telur. Guð er hins vegar til sem sköpun mannsins.
Pétur Harðarson, 3.11.2010 kl. 16:24
Samkvæmt nýjustu tölfræðiaðferðum kenndum við Bayes er auðvelt að afsanna tilvist Guðs. Engum hefur á mómti tekist að sanna tilvist Guðs. Útrætt mál.
Brynjólfur Þorvarðsson, 3.11.2010 kl. 16:56
Upphrópanir, á stundum heift og andlegt uppnám trúlausra varðandi spurningu þína, hr. Hvalfjörð, gefur tilefni til að íhuga hvað veldur þessum viðbrögðum trúlausra við spurningu þinni.
Það er auðvitað rangt hjá Brynjólfi að tekst hafi að afsanna tilvist Guðs. Engum hefur tekist að afsanna Guð. Útrætt mál.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.11.2010 kl. 18:23
Jón Steinar kvartar undan því hjólfari sem umræðan er í, en byrjar sjálfur mál sitt á að líkja þeim sem trúa á Guð við þá sem halda því fram að gúmmíbangsi sé á braut um einhverja reikistjörnu.
Sumir hafa gaman að fimmaurabröndurum, en þeir hjálpa ekki beinlínis við að lyfta umræðunni á hærra plan.
Theódór Norðkvist, 3.11.2010 kl. 21:47
Bangsi, er einhver ástæða til að lyfta umræðunni á hærra plan? Guð er tilbúin fíkn eins og tóbak, við komust vel af án hans!
Björn (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.