31.10.2010 | 07:51
Nú? Er sá tími ársins kominn?
Þá eru þær komnar á kreik, jafn árvissar og jólasveinarnir.
Hvað skyldu þær annars eiga eftir að kosta björgunarsveitirnar mikið í ár?
Og hvað skyldur þessir byssuglöðu menn nú skilja eftir sig margar helsærðar rjúpur sem líða hræðilegar kvalir áður en dauðinn kallar á þær?
Þessi litlu, saklausu en ofsóttu grey sem geta ekkert að því gert þótt þær séu góðar á bragðið.
Leituðu að rjúpnaveiðimönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og svaraðu nú:
Styður þú Jón Gnarr sem borgastjóra?
Er Guð til?
Hefur þú haldið framhjá?
Nýjustu færslur
- Birgir Leifur........er í 147. sæti af 157 keppendum
- Ástandið í íslenska þjóðfélaginu = Sundurlyndi, sérhagsmunagæ...
- Alltaf sama heppnin?
- Google ræður heiminum.
- Fiskar heita ekki lengur fiskar heldur "Sækettlingar" samkvæm...
- Fyrirspurn til Sjálfstæðisflokks og Sjálfstæðisflokksmanna .....
- Ha? Þjóðfundur? En ægilega spennandi.
- Gott hjá þeim.
- Merkilegt sjónarhorn. Leggjum velferðasvið niður.
- Skákað í skjóli hruns.
- Hvað skyldu margir hafa gert þetta?
- 50 frábærar eftirhermur.
- Það er ljótt að stela.
- Trúa trúleysingjar á "ekkert"?
- Glæsilegt!
Athugasemdir
Voru þeir að biðja um björgun? Nei...
Logi (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 10:35
Haha, nei. Ætli þeir hafi ekki bara ætlað að rölta til byggða - blessaðir.
Bjarni Ben (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 11:11
Byssumaður eða ekki, bílarnir bila og björgunarsveitir eru kallaðar út.
Þú spyrð "Hvað skyldu þær annars eiga eftir að kosta björgunarsveitirnar mikið í ár?"
Hvað ætli rjúpnaskyttur styrki björgunarsveitirnar um margar milljónir á ári.? TD kaupir öll mín fjölskylda og allur vinahópurinn sem stundar veiðar, flugelda af björgunarsveitunum.
Talandi um kosnað, hvað ætli útlendingar kosti björgunarsveitinar mikið á ári, ekki kaupa þeir flugelda eða styrkja sveitirnar að nokkru leita. Og hvað, á þá bara að hætta að aðstoða þá.
Óskar (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 11:40
SKV dv.is þá skildu þeir ferðaáætlun eftir og væntanlega þess vegna tók ekki nema tvær klst. að finna þá!
Fylgi ekki fréttini en geri ráð fyrir að þeir hafi beðið í bílnum þangað til hjálp barst.
Við ættum frekar að vera að tala um hvað þessar rjúpnaskittur spöruðu björgunarsveitunum mikla peninga með góðum undirbúningi og skinnsemi þegar óhapp bar að höndum!
kv EHJ
Einar Hrafn (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.